Grenndarstöðinni á Eyrarbakka lokað

Við grenndarstöðina á Eyrarbakka. Ljósmynd/Árborg

Vegna slæmrar umgengni hefur verið ákveðið að fjarlægja grenndarstöðina á Eyrarbakka tímabundið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Árborg.

Þar segir að umgengni við grenndarstöðina hafi verið algerlega óviðunandi og flokkun verulega ábótavant. Losun á grenndarstöðinni hefur verið vikuleg í allt sumar og ávallt hefur aðkoman verið í ólagi.

Á meðan stöðin verður lokuð stendur til að endurskoða staðsetningu hennar.

Fyrri greinMidgard hlýtur samfélagsviðurkenningu Rangárþings eystra
Næsta greinHjálmar útnefndur sveitarlistamaður Rangárþings eystra