Greiða áfram fasteignagjöld af Ísólfsskála

Ísólfsskáli og styttan af Páli Ísólfssyni, sem hefur nú verið flutt inn í þorpið á Stokkseyri. Ljósmynd/BIB

Bæjarráð Árborgar hafnaði á síðasta fundi sínum beiðni eigenda sumarhússins Ísólfsskála á Stokkseyri um niðurfellingu fasteignagjalda af húseigninni.

Ísólfsskáli er friðaður samkvæmt lögum um menningarminjar en samkvæmt lögunum er heimilt að fella niður fasteignagjöld af friðlýstum fasteignum.

Húsið var friðlýst árið 2016 og nær friðlýsingin til hússins í heild ásamt steinhlaðinna garða á lóðarmörkum.

Eigendur Ísólfsskála eru systurnar Helga og Hildigunnur Gunnarsdætur, dætur Gunnars Hanssonar arkitekts, sem teiknaði húsið á sínum tíma. Ísólfsskáli var byggður árið 1962 fyrir dr. Pál Ísólfsson, dómorganista og tónskáld.

Fyrri greinRafmagnslaust í Sandvíkurhreppi
Næsta greinKottos – með kraft og tilfinningu