Greiðfært yfir Hellisheiði

Vegurinn yfir Hellisheiði var opnaður á ellefta tímanum í morgun. Þoka er á Hellisheiði og um Þrengsli en annars greiðfært.

Mokstur gekk hægt fyrir sig þar sem enn voru eftir fastir bílar á heiðinni í morgun. Lögreglan reyndi að hafa uppi á bíleigendunum en nokkrir bílar voru dregnir á brott með dráttarbílum á kostnað eigendanna.

Í uppsveitum á Suðurlandi er þó töluverð hálka en þungfært er á örfáum sveitavegum. Ófært er á Suðurstrandarvegi.