Greiða ekki fyrir bólusetningu

Rangárþing ytra hefur greitt þjónustukostnað vegna garnaveikibólusetningar sauðfjár í sveitarfélaginu, en bændur hafa greitt efniskostnað.

Verkefnið er ekki hluti af lögbundnum verkefnum sveitarfélaga og ákvað sveitarstjórn á síðasta fundi sínum að hætta kostnaðarþátttöku vegna þessarar framkvæmdar.