Grænfáninn dreginn að húni við Goðheima

Ljósmynd/Aðsend

Grænfáninn var dreginn að húni við leikskólann Goðheima á Selfossi í fyrsta skipti þann 17. maí síðastliðinn.

Við stofnun leikskólans árið 2021 var tekin ákvörðun um að sækja um Grænfánann og að leikskólinn yrði Skóli á grænni grein.

Í þeirri vinnu eru farnar fjölbreyttar leiðir í því að kenna börnunum að umgangast náttúruna og stuðlað að jákvæðri upplifun þeirra á grænum svæðum í nágrenni skólans. Einnig er mikið er lagt upp úr orðanotkun tengdri náttúru og umhverfi.

Fyrri greinKría verpti sigurmarki í uppbótartíma
Næsta greinUmferðaröryggi stóreflt!