Grænum Subaru stolið

Grænni Subaru Legacy '97 bifreið með skráningarnúmerið PO153 var stolið á Selfossi á tímabilinu frá klukkan 19 síðastliðinn laugardag til klukkan 14 í gær.

Bifreiðin var á bílastæði á bak við heimavist FSu á Eyravegi á Selfossi.

Þeir sem hafa orðið varir við bifreiðina frá því á laugardag eða vita hvar hún er núna eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010.

Fyrri greinBílvelta við Svínavatn
Næsta greinMargir ótryggðir í umferðinni