Grænmetismarkaður í Hveragerði sjötta sumarið í röð

Hjörtur Már Benediktsson, garðyrkjubóndi í Hveragerði, gerir það gott í garðyrkjunni því hann hefur opnað grænmetismarkaðinn sinn sjötta árið í röð við hlið leikhússins.

„Ég rækta allt útigrænmetið sjálfur en kaupi gróðurhúsaafurðirnar. Á meðal tegunda er blátt blómkál, rauðrófur, hnúðkál, rauðkál ásamt öllu þessu gamla góða,“ sagði Hjörtur Már.

Á myndinni er Hjörtur ásamt dætrum sínum, þeim Helgu og Örnu, ásamt barnabarninu, Katrínu Lindu, sem standa vaktina með honum í Grænmetismarkaðnum þegar mikið er að gera.

Þau eru í bolum sem Félag gulrófnabænda lét framleiða fyrir félagsmenn sína í fyrra en á þeim stendur Ertu rófulaus? Við björgum því.

Markaðurinn verður opinn allar helgar í sumar.

Fyrri greinNotuð barnaföt á 100 krónur
Næsta greinSelfoss sótti stig á Akureyri