Götusmiðjunni lokað

Allir skjólstæðingar meðferðarheimilisins Götusmiðjunnar að Brúarholti í Grímsnesi voru sendir heim í kvöld að kröfu barnaverndaryfirvalda.

Á fréttavef Ríkisútvarpsins kemur fram að fulltrúar Barnaverndarstofu, barnaverndarnefnda Reykjavíkur og Kópavogs og óháður eftirlitsaðili með meðferðarheimilum hafi heimsótt heimilið í dag. Þar ræddu þeir við starfsfólk og átta vistmenn Götusmiðjunnar, sem eru ungmenni á aldrinum sextán til átján ára, en að því loknu var ákvörðunin tekin.

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir í viðtali við RÚV að málið eigi sér langan aðdraganda, en samkvæmt heimildum RÚV var ákvörðunin tekin vegna gruns um að Guðmundur Týr Þórarinsson forstöðumaður Götusmiðjunnar hafi hótað vistmönnum á heimilinu limlestingum.

Guðmundur vísaði þeim ásökunum á bug í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í kvöld.

Fyrri greinSannfærandi sigur Eyjamanna
Næsta greinJafnt á Selfossvelli