Göturnar í Brautarholti nefndar

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur ákveðið nöfn á götur í Brautarholti.

Sveitarstjórn hafði óskað eftir tillögum og höfðu fjölmargar hugmyndir borist frá íbúum sveitarfélagsins.

Samþykkt var að nöfnin Malarbraut, Holtabraut og Vallarbraut verði notuð hér eftir en tillöguna átti Ágúst Guðmundsson í Brautarholti.

“Ágúst á ómældan heiður skilinn af komandi kynslóðum,” segir í bókun sveitarstjórnar.