Gott viðbragð varðskipsmanna – Drógu bát til hafnar

Báturinn fyrir utan Þorlákshöfn í dag. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Þegar varðskipið Þór var í nágrenni Þorlákshafnar á fimmta tímanum í dag hafði handfærabátur, sem var á leið til Þorlákshafnar, samband varðskipið og óskaði eftir aðstoð vegna vélarbilunar.

Varðskipið var þá nýbúið að mæta bátnum sem var á innleið til Þorlákshafnar. Áhöfn varðskipsins brást skjótt við og léttbátur varðskipsins var sjósettur einungis þremur mínútum eftir að hjálparbeiðnin barst. Handfærabáturinn var dreginn af léttbát varðskipsins til Þorlákshafnar en þangað var komið laust eftir klukkan fimm.

Um fimmtíu mínútum eftir að hjálparbeiðnin barst varðskipsmönnum var léttbáturinn og áhöfnin komin aftur um borð í varðskipið Þór. Blíðuveður var á staðnum, nánast logn og ládauður sjór.

Fyrri greinNaumt tap gegn toppliðinu
Næsta greinNeyðarlegt að sjá Daða koma hlaupandi út úr kirkjunni