Gott sumar í Ölfusá

Síðasti veiðidagurinn í Ölfusá var í gær. Þrír laxar kom á landi í gær en alls komu á land 342 laxar og 42 sjóbirtingar í sumar.

Á veida.is kemur fram að einu sinni áður á þessari öld hefur veiðin verið betri á svæðinu en sumarið 2009 komu 404 laxar á land.

Annað veiðisvæði nálægt Selfossi, Langholt í Hvítá, lokaði einnig í gærkvöldi. Í heild komu liðlega 200 fiskar á land, um 150 laxar og rúmlega 50 sjóbirtingar. Stærsti lax sumarsins var 16 pund.

Fyrri greinAngry Birds brauðsneiðarnar vöktu lukku
Næsta greinÁhuginn í lágmarki eftir rigningarsumar