Gott öskudags-væb á Selfossi

Disney prinsessurnar voru syngjandi glaðar í dag. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur á Selfossi í dag í blíðskaparveðri. Upp úr hádegi hófu grímuklædd börn að streyma í fyrirtæki og verslanir þar sem þau sungu eða sögðu brandara í skiptum fyrir sælgæti.

Eins og síðustu ár höfðu sígildu lögin Gulur, rauður, grænn og blár og Alúetta vinninginn þegar kom að lagavali. Eurovison-lagið RÓA með VÆB kom sterkt inn en þó nokkuð mörg börn sungu viðlagið við góðar undirtektir afgreiðslufólks.

Búningar barnanna voru bæði heimagerðir og keyptir og mátti til dæmis sjá margar fjölbreyttar útgáfur af VÆB-búningum.

​​Samkvæmt þjóðtrúnni á öskudagurinn sér átján bræður. Megum við því búast við svipuðu veðri og var í dag til 23. mars.

sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Fyrri greinBílvelta við Ljósafossvirkjun
Næsta greinAnna Metta tvöfaldur bikarmeistari