Götin í Gígjökli stækka

Við flug Landhelgisgæslunnar yfir gosstöðvarnar í dag sást að götin í Gígjökli hafa stækkað.

Þrír gígar sjást enn á ratsjá, en ekki er hægt að staðfesta að það gjósi í þeim öllum. Stærsti gígurinn gýs af krafti. Gjóskuveggir eru orðnir greinilegir norðan við gígana.

Gosmökkurinn reis í um 20.000 fet, en gæti farið hækkandi eftir því sem vind lægir. Þar sem nú er lítill vindur og breytilegur við yfirborð er aska/gjóska farin að vara vestar.

Fyrri greinVegurinn í Þórsmörk ófær
Næsta greinNágrannavarslan gerir gagn