Gosórói heldur meiri í nótt

Ekki sást til gosstöðvanna á Fimmvörðuhálsi frá Fljótsdal frá því uppúr kl. eitt í nótt fyrr en nú undir morgun að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Lögreglan vill árétta að vegurinn inn á Emstrur fyrir innan Fljótsdal er lokaður vegna aurbleytu og sömuleiðis vegurinn í Tindfjöll.

Þá er Þórsmerkurvegur lokaður við Stórumörk bæði vegna aurbleytu og hættu sem getur stafað af hlaupum úr jöklinum. Vegurinn um Hamragarðaheiði er lokaður ásamt veginum upp á Fimmvörðuháls.

Samkvæmt upplýsingum frá skjálftavakt Veðurstofunnar hefur gosórói verið heldur meiri í nótt en var í gærdag.

Fyrri greinÁgúst: KR er verðugt verkefni
Næsta greinÞrýstingur hefur ekki minnkað í eldstöðinni