Gosmóða yfir Suðurlandi

Klukkan 8 í morgun var skyggnið á Eyrarbakkavegi aðeins um 1.000 metrar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Mikil sýnileg gosmóða er nú yfir Suðurlandi. Loftgæði eru þó víðast hvar í lagi þessa stundina, nema í austurbæ Selfoss.

Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlæg eða breytilegri átt í dag, þannig að gasmengunar gæti orðið víða vart á suðvesturhorninu. Á morgun snýst í suðlæga átt og mun þá gasið blása til norðurs.

Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að talsverð óvissa sé með magn gastegunda frá gosstöðvunum. Hægt er að fylgjast með rauntímamælingum á vefnum loftgaedi.is.

Fyrri greinÁsahreppur óskar eftir sameiningarviðræðum í Rangárvallasýslu
Næsta greinPálína aðstoðar matvælaráðherra