Gosið hefur rofið jökulinn

Gosið undir Eyjafjallajökli hefur rofið gat á jökulinn á hábungunni við toppgíginn. Þetta sást úr þyrlu Landhelgisgæslunnar nú fyrir nokkrum mínútum og kom fram á RÚV.

Jökulflóð er beggja vegna Gígjökuls og er vatnið í lóninu dökkt. Vatnið rennur í Markarfljót og hefur vatnsborð þess hækkað um meira en einn metra á skömmum tíma.

Gufubólstrar stíga upp í 12-14000 feta hæð en til samanburðar stigu bólstrarnir hæst af Fimmvörðuhálsi þann 24. mars í 10-12000 feta hæð.

Fyrri greinGreinilegir gosstrókar
Næsta greinGosbólstrar í 22 þúsund feta hæð