Gosfundur með ráðherra á Selfossi

Nú í morgun var haldinn fundur á Selfossi vegna ástands mála á gossvæði Grímsvatna með ráðherra og ráðuneytisstjóra sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis.

Á fundinum sem haldinn var hjá Búnaðarsambandi Suðurlands voru fulltrúar Almannavarna, ríkislögreglustjóra, Viðlagasjóðs, Bjargráðasjóðs, Búnaðarsambands Suðurlands og Matvælastofnunar.

Þar var meðal annars farið yfir hlutverk og viðbrögð stofnana landbúnaðarins, teymi Almannavarna sem fara mun um svæðið á næstu dögum og hvernig ástandið verður kortlagt með samtölum við heimamenn.

“Ráðuneytið og stofnanir þess munu gera það sem í þeirra valdi stendur í þessum mikla vanda sem hér er,” sagði Jón Bjarnason í samtali við sunnlenska.is.

Fyrri greinGuðmundur Óli: Málblómin blómstra
Næsta greinRáðherrar funda með vettvangsstjórn