Gosáhrifin að dvína

Að sögn Péturs Andréssonar, í Rauða húsinu á Eyrarbakka, hefur gestafjöldi verið að aukast á ný eftir að hafa dottið lítillega niður í kringum gosið í Eyjafjallajökli.

„Þetta hefur allt verið að glæðast á ný og við höldum okkar striki. Okkur sýnist að það sé að komast jafnvægi í þetta aftur og við erum bara bjartsýn á framhaldið,“ sagði Pétur í samtali við Sunnlenska fréttablaðið.