Göngustígnum að Sólheimajökli lokað

Við Sólheimajökul. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka göngustíg frá bílastæðinu við Sólheimajökul að jöklinum vegna aurskriðu og grjóthruns.

Grjót og aur er enn að hrynja og af því stafar mikil hætta.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að lokunin sé til bráðabirgða þar til búið er að skoða og meta aðstæður.