Göngustíg við Gullfoss lokað

Lokað hefur verið fyrir gönguleið um neðri stíg niður að Gullfossi vegna frosts og hálku. Aðrir göngustígar á svæðinu eru opnir.

Vetur er í uppsveitunum og vill Umhverfisstofnun beina þeim tilmælum til ferðamanna að þeir fari varlega og noti mannbrodda.

Opnað verður aftur um leið og tíðarfar batnar.

Fyrri greinVegleg gjöf í Sjóðinn góða
Næsta greinMagdalena Eldey heillaði dómnefndina og salinn