Gönguskíðamenn í vandræðum

Flugbjörgunarsveitin á Hellu er nú að sækja tvo gönguskíðamenn sem lentu í vandræðum á Dómadalsleið.

Mennirnir voru á leið úr Landmannalaugum en eru að gefast upp vegna mikillar bleytu og erfiðra aðstæðna. Þeir eru með tjald og hafast við í því.

Björgunarsveitin telur sig vera með nokkuð góða staðsetningu á mönnunum, sem segjast sjá í vindmyllurnar við Búrfell. Einn bíll er á leið til þeirra og er búist við að hann verði kominn á staðinn eftir rúma klukkustund.

Fyrri greinDagbók lögreglu: Féll fram af húsþaki
Næsta greinÖrninn kroppar í hrossakjötið