Gönguskíðabrautir troðnar á Selfossi

Sveitarfélagið Árborg í samstarfi við Icecool ehf. á Selfossi mörkuðu í dag fyrir gönguskíðabrautum á tveimur stöðum á Selfossi með von um að þær geti nýst fólki um helgina.

Um er að ræða braut á Gesthúsasvæðinu (mynd1) og á tjaldsvæðinu við Suðurhóla (mynd 2). Brautin við Gesthús er um 1,2 km á lengd og við Suðurhólana er hún um 1,9 km að lengd.

Ef þessar brautir reynast vel verður skoðað að bæta við brautum á fleiri staði í sveitarfélaginu ef snjórinn heldur sér eitthvað áfram.