Göngumenn í hremmingum á Fimmvörðuhálsi

TF-EIR, ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli og Vík í Mýrdal voru kallaðar út um klukkan hálf tvö dag í dag vegna veikinda göngumanns á Fimmvörðuhálsi. Svartaþoka er á svæðinu, rok og rigning.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð á vettvang en vegna aðstæðna þurfti hún að lenda í Skógum. Björgunarsveitarfólk ferjaði stýrimann og þyrlulækninn á vettvang og verður sjúklingurinn síðan fluttur til móts við þyrluna sem bíður í Skógum.

Ríkisútvarpið greinir frá því að tveir einstaklingar á vettvangi þurfi aðhlynningu og verði þeir báðir fluttir til Reykjavíkur með þyrlunni. Erfitt sé fyrir björgunarsveitarfólk að komast að vettvagni og líklega þurfi að bera mennina einhverja leið.

Um tuttugu björgunarsveitarmenn koma að útkallinu.

Fyrri greinDagsektum beitt á bónda og hestaleigu
Næsta greinAlvarlegt umferðarslys við Brúarhlöð