Göngumaður slasaðist á Kattatjarnaleið

Frá útkallinu í morgun. Ljósmynd/Tintron

Í morgun barst björgunarsveitum í Árnessýslu útkall vegna fótmeiðsla göngumanns á Kattatjarnaleið í Grafningi.

Björgunarsveitarfólk þurfti að bera hinn slasaða um 200 metra leið og yfir Ölfusvatnsá að sjúkrabíl.

Þarna var á ferð gönguhópur ásamt leiðsögumanni og þegar hinn slasaði var kominn í sjúkrabíl skutluðu björgunarsveitir leiðsögumanninum áleiðis upp að Kattatjörnum þangað sem hópurinn var kominn.

Fyrri greinSunnlensku fjallkonurnar 2025
Næsta greinFyrsta skóflustungan að nýju verknámshúsi