Göngumaður í sjálfheldu í Goðahrauni

Björgunarsveitarfólk á Morinsheiði. Mynd úr safni. Ljósmynd/Rúnar Gunnarsson

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út í dag klukkan 18 vegna göngumanns í sjálfheldu í Goðahrauni, rétt utan við gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls.

Félagi mannsins tilkynnti um atvikið, en maðurinn hafði hafði verið að klifra þegar hann rann niður á syllu og festi fótinn á milli steina. Hann er ekki með sjánlega áverka en er þó kvalinn.

Miðað við lýsingu á aðstæðum þá er möguleiki á því að björgunarsveitafólk þurfi að notast við sérstakan búnað til fjallabjörgunar við að ná manninum upp af syllunni. Er það gert til að tryggja öryggi hans og björgunaraðila.

Fimm hópar björgunarsveitafólks eru á leiðinni upp Fimmvörðuháls á bílum og sexhjólum í átt að manninum. Að öllum líkinum verður hægt að komast á sexhjóli langleiðin að mönnunum. Áætlað er að fyrstu hópar verði komnir á vettvang núna uppúr klukkan hálf átta.

Þetta er þriðja útkall björgunarsveitanna á Fimmvörðuháls á undanförnum fimm dögum.

Fyrri greinOlís kolefnisjafnar allan rekstur
Næsta greinHamar varð af mikilvægum stigum