Göngukonu bjargað úr sjálfheldu

Frá útkallinu í Valahnúk í kvöld. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út fyrr í kvöld vegna göngukonu sem var í sjálfheldu í Valahnúk í Þórsmörk.

Konan var stödd í þó nokkru brattlendi og treysti sér ekki áfram. Nærstatt björgunarsveitarfólk fann konuna fljótlega og var hún óslösuð.

Þegar fleira björgunarsveitarfólk kom á vettvang voru settar upp línur til að tryggja öryggi konunar og hún aðstoðuð niður. Gekk það vel og var hún komin á flatlendið um það leiti sem rökkur skall á.

Konan var í miklum bratta og treysti sér ekki áfram. Ljósmynd/Landsbjörg
Fyrri greinSaxafóngeggjun á Suðurlandsdjazzinum
Næsta grein48 í einangrun á Suðurlandi