Göngukona slasaðist á Tungufellsdal

Á Tungufellsdal. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum fékk tilkynningu um slasaða konu inni á Tungufellsdal í Hrunamannahreppi um klukkan 15 í dag.

Konan hafði verið á göngu með fjölskyldu sinni þegar hún slasaðist á ökkla. Fjölskyldan hlúði að henni á meðan beðið var eftir viðbragðsaðilum.

Hópur björgunarsveitarfólks fór á vettvang ásamt sjúkraflutningamönnum frá HSU á Selfossi. 

Konan var borin niður á veg í sjúkrabíl sem flutti hana til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.

Fyrri greinSnæfríður Sól vann tvöfalt í Danmörku
Næsta greinAppelsínugul viðvörun: Vegum líklega lokað