Göngukona hlaut höfuðáverka

Göngukona féll og fékk höfuðáverka þegar hún var á göngu ásamt eiginmanni sínum á milli Morinsheiðar og Kattarhryggjar á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls í dag.

Eftir fallið treysti konan sér ekki til að ganga lengra. Fararstjóri gekk fram á hjónin og kallaði eftir aðstoð.

Björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli og undan Eyjafjöllum voru kallaðar út. Þær eru komnar á slysstað og verið er að fylgja konunni niður í Bása þaðan sem hún verður flutt til aðhlynningar. Gert er ráð fyrir að ferðin niður taki um 1-2 klukkustundir. Ekki er talið að áverkar konunnar séu alvarlegir.

Fyrri greinBjörgvin Karl endaði í 26. sæti
Næsta greinGuðmundur Friðriksson í Selfoss