Göngukona fótbrotnaði við Skógafoss

Rétt fyrir klukkan fjögur í dag voru björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Vík, undir Eyjafjöllum og frá Hvolsvelli kallaðar út vegna slyss við Skógafoss.

Um var að ræða göngukonu sem hafði fallið og talið var að hún væri fótbrotin. Björgunarmönnum tókst að komast upp Skógaheiðina á jeppum en konan var um tvo kílómetra ofan við Skógafoss.

Björgunarmenn báru konuna að jeppunum en þaðan var ekið með hana í sjúkrabíl sem beið í Skógum. Konan var komin um borð í sjúkrabílinn um sexleytið.

Fyrri greinSvanborg og Andrea hæstar á stúdentsprófi
Næsta grein„Gott að fá stóran sigur“