Göngufólkið fundið

Göngufólk það sem lögreglan á Hvolsvelli hefur leitað í dag er komið fram. Ekkert amaði að fólkinu sem fannst á göngu til byggða austur í Lóni á níunda tímanum í kvöld.

Fólkið hafði ætlað að láta vita af sér þann 18. júlí sl. en ekkert hafði spurst til þeirra síðan 14. júlí og því var eftirgrennslan hafin.

Lögreglan á Hvolsvelli vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem komu að leitinni.