Göngufólk í hrakningum við Heklu

Björgunarsveitir á Suðurlandi vor kallaðar út laust fyrir miðnætti eftir að hjálparbeiðni barst frá pari sem var villt í nágrenni Heklu. Fólkið hafði verið í tólf tíma á gangi.

Fólkið vissi ekki hvar það var statt né hvar þau yfirgáfu bíl sinn sem þau höfðu leitað án árangurs í þrjár klukkustundir. Þau voru orðin þreytt, köld og hrakin.

Göngufólkið var í símasambandi við björgunarmiðstöð sem sendi svo kölluð Rescue Me skilaboð í síma þeirra sem sendi til baka nákvæm skilaboð um staðsetningu símans en það gerði leitina mun markvissari og auðveldari.

Fólkið var komið til byggða einum og hálfum tíma eftir að hjálparbeiðnin barst, auk þess sem björgunarsveitir höfðu fundið bíl þeirra.

Fyrri greinBerjasúkkulaði
Næsta greinPíratar ræða kvótamál í Þorlákshöfn