Gönguferð á Rjúpnafell

Í sumar stendur Ferðamálafélag Skaftárhrepps fyrir gönguferðum með leiðsögn um valda staði í hreppnum.

Vegna eldgossins féllu tvær fyrstu ferðirnar niður en í kvöld verður trítlað af stað með nesti og nýja skó.

Gengið verður á Rjúpnafell, austan Mýrdalsjökuls. Gangan er nokkuð þægileg og hentar flestum. Mæting er við Skaftárskála kl. 19 (Laufskálavörðu kl. 19:30).

Um fararstjórn sjá hjónin Páll Eggertsson og Margrét Harðardóttir á Mýrum.

Gjald í ferðina er kr. 500 og sameinast verður í bíla þar sem það á við.

Þetta er í annað sinn sem ferðamálafélagið stendur fyrir gönguferðum með leiðsögn. Ferðirnar eru á miðvikudagskvöldum og sunnudögum nema annað sé tekið fram. Allir eru velkomnir!

Júlí:
10. Dagsferð: Úlfarsdalur (Laki)
Fararstjórn: Kári Kristjánsson
Mæting við Skaftárrétt kl. 10 (Skaftárskála kl.9:40)

27. Kvöldferð: Blómsturvallafjall í Fljótshverfi
Fararstjórn: Anna Harðardóttir
Mæting við Skaftárskála kl.19 (afleggjara að Blómsturvöllum kl. 19:30)

Ágúst:
14. Dagsferð: Rauðhóll-Hervararstaðir-Helgastaðaháls-Holtsdalur
Fararstjórn: Björgvin Harðarson og og Björk Ingimundardóttir
Mæting við Skaftárrétt kl. 10 (Skaftárskála kl. 9:40)

31. Kvöldferð: Mörtunguheiði
Fararstjórn: Guðríður Jónsdóttir og Ólafur Oddsson
Mæting við Skaftárskála kl. 19 (Mörtungu kl. 19:15)

Allir eru velkomnir! Nánari upplýsingar í s. 899-8767 og á netfanginu ferdamalafelag@gmail.com.