Gólfið í Flóaskóla lagfært

Þessa dagana er verið að ljúka framkvæmdum í Flóaskóla við lagningu gólfdúks en henni var frestað áður en húsið var tekið í notkun síðasta haust.

Dúklagningunni var frestað þar til gólf yrðu örugglega laus við raka.

Í ljós kom þegar vinna hófst við dúklagninguna í sumar að gólf voru ekki nægilega vel unnin fyrir dúklögn þannig að töluverð vinna hefur farið í lagfæringar á þeim af hálfu verktaka sem nú er að ljúka.

Þetta kemur fram í Áveitunni