Goðheimar teknir í notkun í vor

Verktakafyrirtækið Eykt annast byggingu leikskólans. Ljósmynd/Árborg

Byggingar- og undirbúningsvinna við leikskólann Goðheima á Selfossi er í fullum gangi en stefnt er að opnun skólans nú á vorönn.

Þrjár deildir af sex verða opnaðar í vor en ekki er komin föst dagsetning á opnun leikskólans.

Í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Árborgar segir að á næstu dögum verði send boð til þeirra sem fá úthlutað leikskólaplássi og eru á biðlista Goðheima.

Fyrri greinDanska lögreglan leitar að Freyju Egilsdóttur
Næsta greinFyrrum sambýlismaður grunaður um að hafa myrt konuna