Góð þátttaka í rafrænum íbúafundi

Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra var fundarstjóri fundarins og stýrði honum frá skrifstofu sinni. Ljósmynd/RY

Rafrænn íbúafundur sem haldinn var í Rangárþingi ytra í síðustu viku heppnaðist virkilega vel og er stefnt að fleiri fundum með þessu sniði í framtíðinni.

Málefni fundarins var þróun skólasvæðis á Hellu og tóku um 50 manns þátt í fundinum. Það var stýrihópur um þróun skólasvæðis á Hellu sem boðaði til fundarins, sem fór alfarið fram í gegnum ZOOM fjarfundabúnað.

Fundurinn skiptist í kynningu, hópastarf og niðurstöður. Afar innihaldsríkar umræður voru en rætt var um þróun skólasvæðisins út frá þremur birtingarmyndum þar sem lögð var áhersla á umferð og aðkomu, skipulag bygginga og útisvæðis og svo hvaða starfsemi skuli vera innan svæðisins.

Kynningin sem farið var yfir á fundinum sem og niðurstöður hópavinnurnar verða gerðar aðgengilegar á næstu dögum á heimasíðu sveitarfélagsins.

Fyrri greinSjúkrahúsið á Selfossi stækkað á næstu fjórum árum
Næsta greinAndri Dagur í Selfoss