Góð þátttaka í prófkjöri Framsóknar

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, greiddi atkvæði á Flúðum í Hrunamannahreppi. Ljósmynd/KSFS

Góð þátttaka var í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sem fór fram í gær. Alls greiddu rúmlega 1.100 einstaklingar atkvæði sem lætur nærri að 35% félagsmanna hafi tekið þátt.

Talning hefst kl. 9:00 í dag og verða úrslit kynnt kl. 17:00 á Hótel Selfoss.

Fyrri greinMagnaður sigur Þórsara
Næsta greinFlugmaður slasaðist á Búrfelli