Góður kippur í Eystri-Rangá

Laxveiði í Eystri-Rangá tók góðan kipp síðustu daga en á vikutímabili komu 429 laxar á land og heildarveiði sumarsins er því komin í 1306 laxa.

Veiðin er þó enn talsvert undir því sem hún var í fyrra en á sama tíma árið 2013 voru 1.733 laxar komnir á land.

Eystri-Rangá er í 2. sæti á listanum yfir aflahæstu árnar og nálgast Blöndu óðfluga, þar sem 1.563 laxar eru komnir á land.

Í Ytri-Rangá eru 843 laxar veiddir en í sömu viku árið 2013 var veiðin 1.865 laxar.

Stóra-Laxá er komin í 137 laxa, Affall í Landeyjum 118 og Ölfusá 77. Á sama tíma í fyrra voru 268 laxar veiddir í Ölfusá.

Fyrri greinDIY Iittala borð
Næsta greinDýru pallaefni stolið