Góður gangur í Rangánum

Ytri-Rangá og vesturbakki Hólsár eru nú í þriðja sæti yfir aflahæstu laxveiðiárnar en þar hafa komið 2.111 laxar á land.

Eystri-Rangá kemur þar strax á eftir með 1.726 laxa.

Um hundrað laxar veiðast á dag í Rangánum en ekki er mikið af stórlöxum í ánni. Þó veiddist 15 punda hængur í Rangárflúðum á laugardagskvöld.

Veiðiréttarhafar eru ánægðir með veiðina það sem af er sumri en árnar eiga ennþá eftir að toppa og nægur tími er eftir af veiðitímabilinu.

Fyrri greinFjórir Hvergerðingar óskast
Næsta greinMeistaradeild Olís hafin