Góður dagur í Hellisskógi

Skógræktarfélag Selfoss og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar stóðu í dag fyrir göngu um útivistarsvæði Selfyssinga í Hellisskógi, á Degi íslenskrar náttúru.

Snorri Sigurfinnsson frá skógræktarfélaginu sá um leiðsögnina og fór með gestum um svæðið og sýndi m.a. hvar mögulegt vegstæði þjóðvegar 1 og nýju Ölfusárbrúarinnar gæti orðið.

Gestir fengu síðan að planta trjám í skóginum áður en boðið var til afmæliskaffis í Hellinum en Skógræktarfélag Selfoss fagnar 60 ára afmælis á þessu ári.

Fleiri myndir frá deginum eru á heimasíðu Árborgar.

Fyrri greinSelfyssingar sáu rautt
Næsta greinSelfyssingar ósáttir við rauða spjaldið á Sandnes