Góður afgangur af rekstrinum

Um 100 milljón króna afgangur varð á rekstri Rangárþings ytra og stofnana þess í fyrra. „Þetta er einhverju meiri afgangur, en við höfðum sett stefnuna á talsvert mikinn afgang,“ segir Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri.

„Við komum til með að nýta tækifærið og grynnka á skuldum,“ bætir hann við.

Engu að síður stendur sveitarfélagið í talsverðum framkvæmdum, og stendur stækkun Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Lundar á Hellu þar uppúr.

„Það er kostnaðarsöm framkvæmd en nauðsynleg,“ segir sveitarstjórinn.

Fyrri greinRangæingar fengu skell
Næsta greinLöggan í sýsluskrifstofuna