Góðir gestir í Gunnarsholti

Á dögunum komu nemendur frá Cornell háskólanum í New York fylki í Bandaríkjunum í heimsókn til Landgræðslunnar í Gunnarsholti.

Ásamt því að skoða Sagnagarð, fræðslu- og kynningarsetur Landgræðslunnar, hlýddu þau á fyrirlestur um þýðingu landgræðslu og jarðvegsverndar með tilliti til matvælaöryggis. Einnig var kolefnisbinding með landgræðslu kynnt og tengsl hennar við skuldbindingar Íslands samkvæmt Rio sáttmálanum.

Gestirnir frá Cornell eru nemar í arkitektúr og eru þau komin mislangt í námi, sum eru að ljúka námi og vinna að lokaverkefni á meðan önnur vinna að Bachelor verkefnum. Heimsókn þeirra til Íslands var liður í verkefnavinnu og sáu Margrét Harðardóttir og Steve Crister hjá Studio Grand um skipulagningu dvalar og ferða á Íslandi.

Heimsóknir sem þessar eru ekki óalgengar hjá Landgræðslunni og eru bundnar vonir við að þeim fjölgi til muna með tilkomu Sagnagarðs.

Fyrri greinSýslumaðurinn fjallar um kálplöntur
Næsta greinAbdoulaye kominn með leikheimild