Góð helgi hjá Hvolsvallarlöggunni

Í nógu var að snúast hjá lögreglunni á Hvolsvelli, Vík og Klaustri um helgina og samtals voru bókuð 197 mál.

Framkoma fólks var til fyrirmyndar og allt gekk þetta þó nokkuð vel og engin stórvægileg slys urðu svo vitað sé. Engin líkamsárás var kærð í vikunni og hátíðir og dansleikir fóru vel fram í umdæminu en mikið af fólki var á tjaldstæðum og í sumarhúsum.

Tilkynnt var um eld í íþróttasalnum á Laugalandi í Holtum þar sem kviknað hafði í spenni. Eldurinn var eldurinn slökktur strax og tjón var lítið en slökkvilið reykræsti húsið.

Í vikunni var tilkynnt um níu umferðaróhöpp. Engin alvarleg slys urðu í þessum tilvikum.

Kona handleggsbrotnaði á Fimmvörðuhálsi og var hún flutt til aðhlynningar.

Mikið var að gera frá fimmtudeginum í Landeyjahöfn við eftirlit með umferð og fólki. Virkt eftirlit var þar sem fíkniefnahundur var notaður og komu upp tvö mál þar sem fíkniefni voru haldlögð. Ökumenn fengu að blása hjá lögreglu áður en lagt var af stað heim á leið.

Í vikunni voru tæplega 70 ökumenn stöðvaðir fyrir að aka of hratt en sá sem hraðast ók var mældur á 150 km. hraða á Landeyjahafnarvegi. Hann má búast við að missa ökuleyfið sitt.

Fyrri greinÍkveikja í Arnari
Næsta greinUmferðin flaut vel án hnökra