Góð aðsókn að ML

Aðsókn að Menntaskólanum að Laugarvatni er afar góð en 54 nemendur hófu nám í 1. bekk nú í haust. Nýnemar eru 58 alls og koma 91% þeirra af Suðurlandi. Nemendur í skólanum við upphaf haustannar eru 154.

Skólinn var settur í 64. sinn að morgni 24. ágúst.

Nokkrar breytingar hafa orðið í stjórnunarteymi skólans, en Páll M. Skúlason, sem gegnt hefur starfi aðstoðarskólameistara um árabil, lætur af því starfi, en mun verða í hlutastarfi við verkefnastjórn og ráðgjöf í vetur.

Jafnframt hefur Áslaug Harðardóttir, þýskukennari, verið ráðin í nýtt starf áfangastjóra og Gríma Guðmundsdóttir, námsráðgjafi og frönskukennari mun gegna hlutverki staðgengils skólameistara.

Kennarar við skólann eru nánast þeir sömu og síðasta vetur. Nýir kennarar koma þó að kennslu nokkurra valáfanga, eða til tímabundinnar kennslu. Á haustönn eru starfsmenn skólans 41, þar af 21 sem starfar við kennslu og stjórnun og 20 sem sinna öðrum störfum.

Fyrri greinHelgi og Sigurður í FSu
Næsta greinErlendur ferðamaður handtekinn