Góður rekstrarafgangur í Flóahreppi

Tæplega 25 milljón króna afgangur varð af rekstri Flóahrepps og undirstofnana á síðasta ári.

Er þetta nokkru minni afgangur af rekstrinum en verið hefur undanfarin ár, en árið 2010 var reksturinn jákvæður um rúmar 37 milljónir og um 33,5 milljónir árið 2009.

„Það sem skiptir máli í þessum rekstri er einfaldlega hvað við skuldum lítið,“ segir Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri.

Nánar í Sunnlenska fréttablaðið PANTA ÁSKRIFT