Góður kippur í Veiðivötnum

Aðstæður í Veiðivötnum hafa lagast mikið síðustu vikuna, vötnin að hitna og flugan að minnka. Veiðin hefur tekið kipp upp á við samhliða því.

Í fjórðu veiðiviku komu 2.743 fiskar á land, sem er mjög gott miðað við sama tíma undanfarin ár. Mest veiddist í Langavatni, 579 fiskar. Einnig veiddist vel í Litlasjó, Nýjavatni, Stóra Fossvatni, Skyggnisvatni og Snjóölduvatni. Heildarveiðin í Veiðivötnum er komin upp í 10.703 fiska sem staðkunnugir telja mjög góða veiði.

Hæst meðalþyngd er í Ónefndavatni og Grænavatni 3,0 – 3,5 pund. Þyngsti fiskur sumarsins kom úr Hraunvötnum, 11,4 pd í annarri viku.