Góður gangur í Rangánum

Rangárnar halda áfram að skila sínu og klífa nú veiðitölulistann jafnt og þétt eftir dræma byrjun.

Ytri-Rangá hefur skilað nokkrum tugum á dag í þessai viku og er laxinn er að veiðast frá svæðum eitt til sjö en það er reitingur á öðrum svæðum. Heildartalan í Ytri-Rangá er nú komin í 721 lax.

Af Eystri-Rangá er einnig gott að frétta. Þar er lax út um alla á og ekkert svæði sem er að skara fram úr. Í gærkvöldi var heildartalan komin í 592 laxa.

Rangárnar eru því í góðum málum þessa daganna og gaman að fylgjast með á komandi dögum.