Góðir gestir frá Hvolsvelli

Íbúar á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli komu í heimsókn á Eyrarbakka í dag.

Það var Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari í félagsheimilinu Stað sem hafði veg og vanda af móttöku gestanna ásamt Gerðu Ingimarsdóttur.

Siggeir fór með hópnum í söguferð um Eyrarbakka og Stokkseyri og allt austur að Rjómabúinu að Baugsstöðum. Heimsókninni lauk með kaffi, kleinum og tertum í félagsheimilinu Stað.

Fyrri greinSelfyssingar töpuðu í Breiðholtinu
Næsta greinTveimur löggum bætt við í Vík