Góðar viðtökur við nýrri bílasölu

Ný bílasala, Bílval.is, hefur verið opnuð við Hrísmýri á Selfossi. Þar selur Hjalti Viktorsson, bílasali, notaða bíla og tæki og segir hann viðtökurnar hafa verið góðar.

“Þetta fer mjög vel af stað, það hafa verið að seljast bílar frá fyrsta degi og söluskráin stækkar hratt,” segir Hjalti og bætir við að markaðurinn fyrir notaða bíla hafi verið að lifna við að undanförnu.

Hjalti selur allt sem er á hjólum, bíla af öllum stærðum og gerðum, hjólhýsi, vagna og mótorhjól. “Þetta er almenn bílasala og það eru allir velkomnir að koma við og skrá bílinn sinn. Það er líka um að gera að kíkja inn á heimasíðuna, bilval.is, þar sem fólk getur sjálft skráð inn bílana sína og sent okkur mynd,” segir Hjalti og lofar lágum sölulaunum, frá 29.900 kr.