Góðar aðstæður í Veiðivötnum

Veiði í Veiðivötnum hófst mánudaginn 18. júní. Aðstæður eru góðar í vötnunum þetta vorið, góðir vegir, gróska í gróðri, lítill snjór og öll vötn löngu íslaus.

Nokkuð hátt er í Ónýtavatni, Hraunvötnum og Litlasjó, en miklu betra ástand núna en á sama tíma í fyrra.

Veiði í Veiðivötnum gengur vel þrátt fyrir rysjótt veður. Alls hafa 6.258 fiskar komið á land, 2.650 urriðar og 3.608 bleikjur.

Mest hefur veiðst í Snjóölduvatni, 1.774 fiskar og síðan kemur Litlisjór með 977 fiska. Síðstu daga hefur Litlisjór gefið vel og veiðimenn almennt ánægðir með fiskinn þar, spikfeitur og kröftugur urriði.

Stærsti fiskurinn er 12 punda urriði úr Hraunvötnum og mesta meðalþyngdin er 5,64 pund í Pyttlum.

Fyrri greinÖruggt hjá Árborg – Hamar tapaði stigum
Næsta greinAldrei eins miklu tjaldað til í umgjörð og öryggi