Góð byrjun í Rangánum

Veiðisumarið byrjar vel á Rangárvöllum en sjötíu laxar komu á land fyrstu vikuna í Ytri-Rangá og vesturbakka Hólsár.

Þetta er góð byrjun en í Ytri-Rangá stefna menn á að bæta veiðimetið frá árinu 2008 og rjúfa 15.000 laxa múrinn.

Byrjunin er ekki síður góð í Eystri-Rangá þar sem 54 laxar eru komnir á land. Í fyrra veiddust 4.229 laxar í Eystri-Rangá og var hún næst aflahæsta áin á eftir Ytri-Rangá.

Fyrri greinFyrsta stig KFR
Næsta greinStaðsetning nýs fangelsis ekki ákveðin